9.4.2008 | 00:58
Mannfyrirlitning og útlendingahatur, ...og börnin taka þátt.
Það hefur tekið mig sárt síðustu tvo sólarhringa að fylgjast með sárri myndbirtingu grimmdar.
Ég get ekki kallað það annað en grimmd og mannfyrirlitningu þegar að óvönduð og illa ígrunduð orð
eru farin að hafa áhrif á gjörðir barna.
Þá á ég við hvernig ljótur áróður í garð útlendinga er að skila sér áfram.
Hið besta fólk, sem engum hefur verið til ama eða leiðinda, varð fyrir ömurlegu aðkasti nú um helgina.
Krakka hóp (13 ára) datt í hug að stríða aðeins útlendingunum, þeir væru nú ekki að gera góða hluti hér á landi.
Það hófst fyrra kvöldið með "stríðni", gera bjölluat o.s.frv. líka að banka á glugga.
Einn maðurinn sem þar býr reiddist og það endaði með að hann henti ...
já, súrri gúrku út fyrir í áttina að einu barninu.
Það fór um eins og eldur í sinu að útlendingarnir hefðu nú verið að ráðast á íslenskt barn.
Krakkakjánarnir hópuðust að húsinu í gærkveldi.
Peppuðu hvert annað upp, voru á leikvellinum fyrir utan, "skemmta sér" eins og þau orða það núna.
Hömuðust á bjöllunni, hentu rusli inn um gluggana... og ég veit ekki hvað.
Þarna fyrir innan lokaðar dyr var lítið barn, fullorðin kona og ung móðir.
Skelfingu lostnar. Gátu enga vörn sér veitt. Því að hringja í lögreglu er varla valkostur hjá þeim.
Þetta endaði með því að krakkarnir brutu hjá þeim rúðu, krakkinn sem var harðastur í "útlendingahatrinu",
sparkaði í hana.
Kallandi ljóta hluti um útlendinga.
Einn af mönnunum sem þarna býr varð ær af reiði, maður sem er öðrum stundum ekkert nema almennilegur,
lái honum hver sem vill.
Hann bankaði upp á hjá foreldrum eins barnsins sem var þarna. Þau voru ekki heima, hann kom aftur, þau voru ekki heima.
Í morgun kom hann enn og aftur, hefur líklega ekki skilið þegar honum var sagt að þau kæmu ekki heim fyrr en síðdegis.
Æddi þar inn og reyndi fyrr um daginn að draga barnið sem þarna var út úr lyftu. Sem var auðvitað hrikalegt og alrangt.
Endað var á því að hringja í lögreglu, út af hegðun hans.
Þegar lögreglan var á staðnum komu foreldrarnir heim, höfðu aldrei haft neitt nema gott af manninum að segja.
Svo málið var rætt á góðum nótum, honum gert ljóst að hann mætti aldrei, aldrei fara inn í íbúðir annarra,
alls ekki snerta börnin. Fyrst og fremst að treysta lögreglunni og hringja strax við svona uppákomur.
Eina sem maðurinn bað um var að rætt væri við krakkana og foreldra þeirra.
Ákveðin móðir ætlar sér að tala við skólastjóra í þeim tveim skólum sem börnin komu úr.
Fá að tala við krakkana úr þessum árgangi.
Reyna að ná sambandi við foreldrana.
En hver segir að það sé í lagi að ala á fordómum eins og gert hefur verið?
Hverjum er það til gagns?
Ég get ekki kallað það annað en grimmd og mannfyrirlitningu þegar að óvönduð og illa ígrunduð orð
eru farin að hafa áhrif á gjörðir barna.
Þá á ég við hvernig ljótur áróður í garð útlendinga er að skila sér áfram.
Hið besta fólk, sem engum hefur verið til ama eða leiðinda, varð fyrir ömurlegu aðkasti nú um helgina.
Krakka hóp (13 ára) datt í hug að stríða aðeins útlendingunum, þeir væru nú ekki að gera góða hluti hér á landi.
Það hófst fyrra kvöldið með "stríðni", gera bjölluat o.s.frv. líka að banka á glugga.
Einn maðurinn sem þar býr reiddist og það endaði með að hann henti ...
já, súrri gúrku út fyrir í áttina að einu barninu.
Það fór um eins og eldur í sinu að útlendingarnir hefðu nú verið að ráðast á íslenskt barn.
Krakkakjánarnir hópuðust að húsinu í gærkveldi.
Peppuðu hvert annað upp, voru á leikvellinum fyrir utan, "skemmta sér" eins og þau orða það núna.
Hömuðust á bjöllunni, hentu rusli inn um gluggana... og ég veit ekki hvað.
Þarna fyrir innan lokaðar dyr var lítið barn, fullorðin kona og ung móðir.
Skelfingu lostnar. Gátu enga vörn sér veitt. Því að hringja í lögreglu er varla valkostur hjá þeim.
Þetta endaði með því að krakkarnir brutu hjá þeim rúðu, krakkinn sem var harðastur í "útlendingahatrinu",
sparkaði í hana.
Kallandi ljóta hluti um útlendinga.
Einn af mönnunum sem þarna býr varð ær af reiði, maður sem er öðrum stundum ekkert nema almennilegur,
lái honum hver sem vill.
Hann bankaði upp á hjá foreldrum eins barnsins sem var þarna. Þau voru ekki heima, hann kom aftur, þau voru ekki heima.
Í morgun kom hann enn og aftur, hefur líklega ekki skilið þegar honum var sagt að þau kæmu ekki heim fyrr en síðdegis.
Æddi þar inn og reyndi fyrr um daginn að draga barnið sem þarna var út úr lyftu. Sem var auðvitað hrikalegt og alrangt.
Endað var á því að hringja í lögreglu, út af hegðun hans.
Þegar lögreglan var á staðnum komu foreldrarnir heim, höfðu aldrei haft neitt nema gott af manninum að segja.
Svo málið var rætt á góðum nótum, honum gert ljóst að hann mætti aldrei, aldrei fara inn í íbúðir annarra,
alls ekki snerta börnin. Fyrst og fremst að treysta lögreglunni og hringja strax við svona uppákomur.
Eina sem maðurinn bað um var að rætt væri við krakkana og foreldra þeirra.
Ákveðin móðir ætlar sér að tala við skólastjóra í þeim tveim skólum sem börnin komu úr.
Fá að tala við krakkana úr þessum árgangi.
Reyna að ná sambandi við foreldrana.
En hver segir að það sé í lagi að ala á fordómum eins og gert hefur verið?
Hverjum er það til gagns?
tekið af http://www.malefnin.com
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Hafa Fordómar aukist?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorgleg saga.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 01:27
óhugnalegt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.