Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda tilbúin

07. apríl 2008

mynd

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Jóhanna fól innflytjendaráði að semja framkvæmdaáætlunina í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og samþykkta stefnu um aðlögun innflytjenda.

Meðal helstu verkefna áætlunarinnar er að samin verði löggjöf um aðlögun innflytjenda, að innflytjendur njóti sömu kjara, réttinda og vinnuverndar og aðrir, upplýsingaöflun, rannsóknir um innflytjendamál og miðlun upplýsinga til innflytjenda verði efld, skráningar dvalar- og atvinnuleyfa verði einfaldaðar og samræmdar og að réttur til túlkaþjónustu verði skýrður.

Fyrirmyndir að móttökuáætlunum sveitarfélaga verða samdar og hlutverk ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum skýrð, mat og viðurkenning á erlendri starfsmenntun og námi verður einfaldað, efnt verður til átaks gegn fordómum og mismunun og íslenskukennsla og samfélagsfræðsla verður efld.

Framkvæmdaáætlunin verður endurskoðuð að tveimur árum liðnum í kjölfar skýrslu um árangurinn og að þá verði ný áætlun til fjögurra ára lögð fyrir Alþingi. - ghs


Heimildir: visir.is (http://visir.is/article/20080407/FRETTIR01/104070145)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Konan mín útlens er búin að fá nóg vegna rasisma á Íslandi og vill flytja. Ég sendi inn umsókn í félagið fyrir nokkrum dögum síðan og fæ ekkert svar!

Finnst svo miklum skít kastað á félagið sem ég trúi enn að sé af hinu góða, en er ég ekki samþykktur? Ég er með hreint sakarvottorð ef það þarf..

Takk annars fyrir góðan pistil.. 

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 02:49

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Nú vitna ég hér í eftirfarandi frétt http://visir.is/article/20080412/FRETTIR01/251131521 .Nú virðast anti-rasistar þegja þunnu hljóði. Er ástæðan ef til vill að sannleikurinn um ónýta innflytjendastefnu er að koma í ljós?

Hér sannast enn og aftur þörfin fyrir það að innflytjendur ættu að skila inn sakavottorði áður en dvalarleyfi er veitt. Þetta hafa frjálslyndir bent á margoft.

Kveðja Jóhann Kristjánsson Formaður frjálslyndra í Eyjafirði

Jóhann Kristjánsson, 13.4.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: AK-72

Sæll Jóhann,

ég á reyndar mjög erfitt með að sjá hvers vegna sakarvottorð hefði átt að skila árangri í tengslum við þennan aðila. Það kemur ekkert fram í fréttinni að hann hafi veirð dæmdur fyrir eitthvað í Póllandi og á meðan hantökuskipun hefur ekki verið gefin út, getur lögreglan hér ekkert aðhafst nema maðurinn brjóti gegn íslenskum lögum. Eða viljum við taka það upp að hægt sé að handtaka menn út frá æsifréttum blaða?

Annars er lítið að þessari innflytjendastefnu þó ég sé sammála þessu með sakarvottorðið. Það eru frekar strangar reglur í gangi gagnvart innflytjendum en þið í Frjálslyndir hafið litið fókuserað á atvinnurekendana og hvernig bregðast eigi við þeim fordómum sem verið er að kynda upp líkt og á Reykjanesinu þar sem lögreglan virðist ekki einu sinni leggja á sig að handtaka meðlimi rasistasamtaka þegar þeir eru að misþyrma 4 útlendingum. Ef þið viljið strangari reglur, þá þurfum við að segja okkur úr EES og viljið þið það virkilega? Svo ef við kíkjum á þátt atvinnurekenda, hvar eru tillögur á þingi frá ykkur um úrbætur í t.d. málum sem viðkemur óprúttnum aðilum í þessum bransa? Hafið þið lagt fram tillögur um það að t.d. innflytjendur sem koma hingað, að atvinnu- og dvalarleyfi þeirra sé ekki bundið við vinnuveitendann, þ.e. hafið þið lagt til að innflytjandinn geti allavega skipt um vinnu án þess að vera rekinn úr landi? 

Og svo getur maður kætt ykkur Frjálslynda að innflytjendur er að fækka hér og margir á leið úr landi. Betra atvinnuástand heima fyrir heillar og viðbætist örugglega viðhorf margra Íslendinga í garð innflytjenda þar sem hatur og fordómar verður meir og meir og nú eru kominn samtök kynþáttahatara sem eru byrjaðir að beita sér með ofbeldi.

Hefði annars áhuga á að vita hjá hvaða verktaka þessi maður vinnur hjá, hef grun um að ansi margir af þessum erlendu krimmum, vinni hjá sama fyrirtæki þar sem íslenski eigandinn er með "fortíð" í fangelsum landsins.

AK-72, 13.4.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Uggh ég finn lyktina af meiri fjölómenningu

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.4.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband