Hvað eru fordómar?

Black & White
Fordómar birtast okkur víða en þeir byggja á hræðslu, fáfræði og vanþekkingu fyrir hinu óþekkta. Fordómar felast t.d. í því að láta alla einstaklinga úr vissum hóp í sama flokk og dæma þá út frá því. Fullyrðingar eins og "svartir eru latir", "pólverjar eru glæpalýður", "múslimar eru öfgafullir", og "gyðingar eru nískir" flokkast því sem fordómar þar sem einstaklingurinn sem lætur slíkt út úr sér notar þar vanþekkingu sína til að búa sér til fullyrðingu um heilan hóp manna sem telur margar milljónir. Fleiri fordómar fyrirfinnast þó en þeir geta t.d. beinst gegn samkynhneigðum og geðsjúkum. Fæstir sem hafa fordómana vilja hins vegar gangast við því að hafa fordóma og það flækir málið mikið fyrir þá sem vilja uppræta fordómana. Besta leiðin til þess er að kynna sér fordómana og þekkja þá til þess að geta bent hinum fordómafullu á villur síns vega. Fordómar eru líkt og rasismi mikið þjóðfélagsmein og eru mjög slæmir bæði fyrir þá sem hafa fordómana og fyrir þá sem lenda í þeim. Fordómarnir hafa í gegnum tíðina oft náð að tvístra heilu samfélögunum og verið orsakavaldur að ýmis konar óhugnaði sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir hefðu ólíku hóparnir haft skilning á hvor öðrum og sest niður rólega og rætt málin. Fordómar eru stundum notaðir meðvitað af mönnum og stjórnmálaflokkum til að ná sínu fram í blekkingarleikjum þeirra við að ná atkvæðum fólks sem ekki veit betur og er Nasistaflokkur Hitlers sennilega þekktasta dæmið um það. En slíkar aðferðir hafa líka verið notaðar af ýmsum flokkum í seinni tíð sem sækjast eftir atkvæðum ákveðins hóps manna með því að ala á fordómum gagnvart öðrum hópi sem er þá persónugerður sem hluti hins illa. Frægasta dæmið um þetta hin síðari ár er Jörg Haider og Frelsisflokkur hans í Austurríki sem komst í ríkisstjórn með því að ala á fordómum fólks gagnvart útlendingum og gyðingum. Líkt og með baráttuna gegn rasisma ber okkur skylda til þess að berjast gegn fordómum sem því miður eru mjög algengir á meðal fólks í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Góð grein, ég tel samt fordóma vera líka vegna flokkun og orðtækja eins og við og þið. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband