17.4.2008 | 05:17
Hvað er rasismi?
Rasismi eða kynþáttahatur er sú skoðun að draga fólk í dilka eftir litarhætti þess og að vera með fyrirfram gefnar skoðanir á fólki í samræmi við það. Rasismi hefur átt sér langar sögulegar rætur og hefur fundist í öllum samfélögum Evrópu í gegnum tíðina. Birtingarmyndir hans eru margar en þær skelfilegustu án vafa helför gyðinga, þjóðernishreinsanir á múslimum í Bosníu og aðskilnaðarstefnan í Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Rasismi hefur verið til staðar á Íslandi í langan tíma og var þeldökkum m.a. meinað að starfa á herstöð NATO í Keflavík allt fram til ársins 1971 og landið var ekki opnað fólki af öðrum litarhætti fyrr en seint á áttunda áratugi síðustu aldar. Rasistahreyfingar hafa verið starfræktar á Íslandi, oft með millibili, allt frá tímum nasista og hér á landi fyrirfinnast nokkrar slíkar hreyfingar enn þann dag í dag. Rasismi er það versta þjóðfélagsmein sem til er á Íslandi í dag og hefur hingað til leitt til aððsúgs og árása á fólk vegna litarhátts þess sem og ýmis konar útskúfunar vegna duldra fordóma. Rasismi er nokkuð innbyggður í fólk á Íslandi sökum þess hve nýlega Ísland er orðið að fjölmenningarsamfélagi og ber að minnast á viðhorf fólks um svörtu fjallkonuna sem fékk ekki þjóðbúninginn leigðann fyrir nokkrum árum sökum þess að hún þótti ekki lýsa ýmind Íslands nægjanlega vel. Rasisminn á sér einnig nokkra undirflokka svo sem útlendinga andúð, menningarhatur, trúarhatur og eru þessi fyrirbrigði oft mun meira áberandi en hinn hreinræktaði rasismi hér á landi. Rasismi á þó engan rétt á sér í raunveruleikanum enda er stefnan afsönnuð vísindalega og því aðeins heimska að vera með fyrirfram gefnar skoðanir á fólki eftir litarhætti þess. Á meðan enn finnast rasistar í samfélaginu er þó lítið annað hægt en að berjast gegn þeirri vá og það er það sem við ætlum okkur að gera og kremja rasismann undir hæl áður en hann nær að eitra út frá sér og skemma samfélagið.
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Hafa Fordómar aukist?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.