17.4.2008 | 05:12
Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista var stofnað í September árið 2006 til að berjast gegn vaxandi fordómum á Íslandi af fimm félögum með ólíkann bakgrunn sem voru sömu skoðunar um þennan vanda á Íslandi. Markmið okkar er að skapa hér fordómalaust samfélag þar sem allir menn óháð uppruna munu njóta sömu mannvirðingar. Við trúum því að sameinuð getum við myndað öfluga rödd gegn hatri í samfélaginu og barist hart gegn þeim ógnum sem okkur stefjar nú af rasisma og þess konar málflutningi sem má finna víðsvegar á landinu og stundum hjá ólíklegasta fólki og á ólíklegustu stöðum. Félagið hefur vaxið hratt undanfarið ár eða svo og erum við nú um 400 talsins og höfum eigin vefsíðu, bloggsíðu og stuðningsaðila víðsvegar að. Við höfum tvívegis áður haldið tónleika gegn rasisma sem gengu framar vonum og einnig höfum við verið virk í að dreifa skoðunum okkar í gegnum fjölmiðla, á málþingum og stjórnmálafundum. Meirihluti meðlima okkar eru Íslendingar en í stjórninni höfum við það fyrirkomulag á að skipta 50/50 á milli Íslendinga og Erlendra til að ná sem bestu jafnvægi í það sem við erum að gera. Við leitum að fleira fólki sem er tilbúið að ganga í félagið en til þess að ganga til liðs við okkur þá fyllirðu út umsókn á heimasíðu okkar www.anti-rasista.net. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga og vilja til að berjast gegn rasisma og fordómum að ganga til liðs við okkur og hjálpa okkur í baráttunni fyrir fordómalausu Íslandi. Markmið okkar er háleitt en sameinuð getum við náð því fram.
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Hafa Fordómar aukist?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.