Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?

Kvikmyndinni Fitna er lýst sem lifandi tímasprengju af höfundum hennar, en hún hefst með skopmynd af Múhameð spámanni með tímasprengju í stað heila, og í lok myndarinnar springur sprengjan. Þessari kvikmynd er ætlað að kveikja í múslimum, reita þá til reiða, og hvetja öfgamenn til lífshótana, sambærilega afleiðingar og fylgdu birtingu dönsku skopmyndanna og kvikmynda Theo Van Gogh, en Van Gogh var eins og þekkt er myrtur af öfgafullum múslima eftir að hafa fengið töluvert af hótunum.

Fitna er áróðursmynd beint gegn múslimum. Ef lesið er í tungumál kvikmyndarinnar og það þýtt yfir í rökræna hugsun eru skilaboðin augljós, gert er að jöfnu að múslímar og hryðjuverkamenn séu sama fyrirbærið. Sem er alls ekki satt. Síðan þykjast höfundar vera saklaus fórnarlömb ritskoðunar og hótana, á meðan hið sanna er að þeir kölluðu þetta yfir sig. Við vitum að til eru hryðjuverkamenn sem ekki eru múslímar, eins og til dæmis þjóðernissinnuðu Bandaríkjamennirnir sem sprengdu opinbera byggingu í Oklahoma árið 1995, og það þarf ekki nema einn múslima til sem ekki er hryðjuverkamaður til að sýna fram á að ekki allir múslímar séu hryðjuverkamenn, - en fordómar ala hins vegar á vanþekkingu og í þessu tilfelli þeirri vanþekkingu sem fylgir að þekkja ekki neinn múslima og þar af leiðandi geta ekki afsannað að allir múslimar séu hryðjaverkamenn.

Í kvikmyndinni er lesið upp úr kóraninum nokkra vafasama kafla, en sambærilega kafla má sjálfsagt finna í hvaða trúarriti sem er, sem ætti náttúrulega aldrei að taka bókstaflega og lifa eftir vilji maður sæmilega friðsamlegt líf. Eftir kaflana er sýnt frá hryðjuverkunum 11. september 2001 þegar tvær farþegaflugvélarnar klesstu á tvíburaturnana, sprengja á lestarstöð í Madrid, aftaka einstaklings, myndir og hljóðupptaka af hollenska kvikmyndaleikstjóranum Theo Van Gogh, sem skotinn var af öfgafullum múslima. Málið er að þegar ráðist er að heilum trúarbrögðum, heilli lífsskoðun og lífssýn, þá má búast við mótmælum. Opinber mótmæli eru sjálfsögð í þessu tilfelli að mínu mati, rétt eins og ef myndin hefði bendlað Íslendinga, Breiðholtsbúa eða Kristna við hryðjuverkastarfsemi. Slíkum áróðri og lygum er sjálfsagt að mótmæla, enda er slíkur áróður misbeiting á frelsi.

En þar sem til er fjöldi öfgafullra einstaklinga og hópa innan sérhverra trúarbragða, og þeir virðast sérstaklega áberandi þessa dagana þegar um múslima er að ræða, er tilhneigingin að dæma alla múslima fyrir þessa einstaklinga, sem aðeins er brot af heildinni. Að segja alla múslima vera hryðjuverkamenn er eins og að segja öll spendýr vera kríur. Þetta er rangt að tvennu leyti, annars vegar eru kríur ekki spendýr og hins vegar stenst ekki að setja smærri flokk (kríur) yfir stærri flokk (spendýr).

Samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum hefur þessi kvikmynd verið fjarlægð af netinu vegna hótana um manndráp frá öfgafullum múslimum. En þetta eru reyndar þau viðbrögð sem að þeir gátu búist við miðað við efni myndarinnar og viðbrögð öfgafullra múslima gegn áróðri sem gerir lítið úr trú þeirra.

Reyndar held ég að þessi kvikmynd hefði aldrei fengið neina athygli hefði henni ekki verið mótmælt af leiðtogum Arabaríkja og múslima, enda með afbrigðum léleg og illa gerð. Það er ljóst að þessi kvikmynd er ærumeiðandi gagnvart múslimum, og ég játa að ég er efnislega sammála þeirri ósk múslima að gera ráðstafanir gagnvart áróðri sem þessum, en er samt ekki viss um að lögbann eða ofbeldi sé rétta leiðin.

Það er einnig ljóst að kvikmyndin brýtur gegn mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna sem stefna að því að verja mannvirðingu einstaklinga og hópa óháð trúarbrögðum. Ef við viljum styðja við mannréttindi, erum við í raun skuldbundin til að styðja kröfu múslima, að minnsta kosti efnislega.

En hver ætli rétta leiðin sé?

Það er hægt að finna þessa kvikmynd á YouTube, en ég hef ekki geð í mér að setja á hana tengil, einfaldlega vegna þess að hún hefur ekkert listrænt gildi, segir ekki satt og hefur tilgang sem er engan veginn réttlætanlegur.

Höfundur  Hrannar Baldursson.      http://don.blog.is/blog/don

Við ættum öll að mótmæla svona grófu mannréttinda broti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Málfrelsi fylgir ábyrgð og hér er ekki eingöngu verið að ráðast á "gesti". Hér er ráðist að heilum trúarbrögðum sem milljónir friðsælla einstanklinga aðhyllast. Nær væri að gera mynd sem fjallaði sérstaklega um ofstækisfólk án þess að vera með áróður gagnvart öðrum.

Laufey Ólafsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér fannst myndin slöpp en hvers vegna voru allir svona hræddir við að myndin væri gerð?

Sjálfum finnst mér það áhyggjuefni.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það þarf að mótmæla öfgamönnum eins og Hrannari sem eru á móti tjáningarfrelsi.

Alexander Kristófer Gústafsson, 3.4.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband