29.3.2008 | 22:51
Skuggaleg þróun á Íslandi
Í umræðum síðasta árið eða svo hefur borið mikið á því að eitt "taboo" í Íslensku þjóðfélagi hefur verið brotið gjörsamlega niður og það er að nú er þjóðerni útlendinga ávallt nefnt í fréttaflutningi.
Áður fyrr þótti það hvetja til fordóma og haturs gegn vissum einstaklingum þjóðflokksins sem áttu enga sök að máli en nú hefur hins vegar orðið breyting á þessu og það til hins verra. Með að tilkynna stöðugt um þjóðerni þeirra sem fremja glæpi er verið að skella skuldinni upp á viss þjóðerni og skipta fólki í hópana "við" og "þeir". Á Morgunblaðsvefnum vekur það mikla athygli að í nánast hvert skipti sem birtist grein um afbrot útlendinga á Íslandi þá verður fréttin að heitum umræðum í bloggheimunum og yfirleitt eru umræðurnar á þá leið að "Ísland geti ekki tekið við fleiri innflytjendum", "Við verðum að sitja harðar aðlögunarreglur" og "Við erum ekki rasistar". Fleiri harðari ummæli en þetta heyrast þó iðulega.
Þeir sem berjast gegn fordómum virðast hinsvegar hvergi láta sjá sig þegar þetta andlega ofbeldi gagnvart erlendu fólki á sér stað og fáir láta á sér kræla í umræðum um þetta málefni. Það skýrist hinsvegar vel á því að þeir sem hafa hvað hæst um glæpi fárra útlendinga af vissu þjóðerni hafa ráðist harkalega gegn hverjum þeim sem vogar sér að minnast á málið frá mannréttindarlegu sjónarmið.
Um daginn skrifaði ég grein á síðu Félags Anti-Rasista um misheppnaða tónleika gegn rasisma og var ég kallaður öllum illum nöfnum fyrir. Ég var kallaður lygari, mannorðsmorðingi,grunnhygginn, rætinn og þeir voru ófáir innan viss stjórnmálaflokks sem réðust að persónu minni og Félagi Anti-Rasista fyrir að hafa birt þessa grein og fólkið lýsti því yfir að það sem ég skrifaði væri stefna Félags Anti-Rasista. Það eru hinsvegar ósannindi. Ég er enginn talsmaður félagsins og ekki hef ég átt þátt í stefnumótun þeirra. Þeim sem vilja kynna sér stefnu félagsins er hins vegar bent á síðuna www.antirasista.net.
Það vekur vissulega upp spurningar um raunverulega afstöðu fólks sem skrifar svona hvers vegna það ráðist svona hatrammlega gegn manni og samtökum sem berjast gegn fordómum á Íslandi? Þetta fólk hefur aldrei fordæmt ÍFÍ, Combat 18 og Skaparann fyrir hreint og klárt mannhatur þeirra. Þetta sama fólk minnist svo ekki á það þegar rasistar í Danmörku myrða Tyrkneskan dreng vegna uppruna hans.
Við sem berjumst gegn fordómum verðum að fara láta meira í okkur heyra, umræðan á Íslandi er orðin óhuggnaleg og bara tímaspursmál hvenær farið verði að minnast á litarhátt manna í fréttaflutningi, er það óhugsandi? alls ekki því það þótti svo sannarlega óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum síðan að minnast á þjóðerni manna í hverri einustu frétt um glæpi á Íslandi og erlendis.
Látum því ekki mála okkur út í horn, eflumst í baráttunni og leggjum okkur tvöfalt fram fyrir málstaðinn okkar. Við hina sem hafið hæst í umræðunni um útlendinga vil ég aðeins segja: Hættið að flokka fólk eftir þjóðerni þeirra og öðrum slíkum þáttum og komið fram við einstaklinga sama af hvaða litarhætti, trúarbrögðum og þjóðerni eins og þið viljið láta koma fram við ykkur sjálf.
Aðeins þannig mun fólk geta lifað í sátt og samlyndi.
Sveinn Helgason
Áður fyrr þótti það hvetja til fordóma og haturs gegn vissum einstaklingum þjóðflokksins sem áttu enga sök að máli en nú hefur hins vegar orðið breyting á þessu og það til hins verra. Með að tilkynna stöðugt um þjóðerni þeirra sem fremja glæpi er verið að skella skuldinni upp á viss þjóðerni og skipta fólki í hópana "við" og "þeir". Á Morgunblaðsvefnum vekur það mikla athygli að í nánast hvert skipti sem birtist grein um afbrot útlendinga á Íslandi þá verður fréttin að heitum umræðum í bloggheimunum og yfirleitt eru umræðurnar á þá leið að "Ísland geti ekki tekið við fleiri innflytjendum", "Við verðum að sitja harðar aðlögunarreglur" og "Við erum ekki rasistar". Fleiri harðari ummæli en þetta heyrast þó iðulega.
Þeir sem berjast gegn fordómum virðast hinsvegar hvergi láta sjá sig þegar þetta andlega ofbeldi gagnvart erlendu fólki á sér stað og fáir láta á sér kræla í umræðum um þetta málefni. Það skýrist hinsvegar vel á því að þeir sem hafa hvað hæst um glæpi fárra útlendinga af vissu þjóðerni hafa ráðist harkalega gegn hverjum þeim sem vogar sér að minnast á málið frá mannréttindarlegu sjónarmið.
Um daginn skrifaði ég grein á síðu Félags Anti-Rasista um misheppnaða tónleika gegn rasisma og var ég kallaður öllum illum nöfnum fyrir. Ég var kallaður lygari, mannorðsmorðingi,grunnhygginn, rætinn og þeir voru ófáir innan viss stjórnmálaflokks sem réðust að persónu minni og Félagi Anti-Rasista fyrir að hafa birt þessa grein og fólkið lýsti því yfir að það sem ég skrifaði væri stefna Félags Anti-Rasista. Það eru hinsvegar ósannindi. Ég er enginn talsmaður félagsins og ekki hef ég átt þátt í stefnumótun þeirra. Þeim sem vilja kynna sér stefnu félagsins er hins vegar bent á síðuna www.antirasista.net.
Það vekur vissulega upp spurningar um raunverulega afstöðu fólks sem skrifar svona hvers vegna það ráðist svona hatrammlega gegn manni og samtökum sem berjast gegn fordómum á Íslandi? Þetta fólk hefur aldrei fordæmt ÍFÍ, Combat 18 og Skaparann fyrir hreint og klárt mannhatur þeirra. Þetta sama fólk minnist svo ekki á það þegar rasistar í Danmörku myrða Tyrkneskan dreng vegna uppruna hans.
Við sem berjumst gegn fordómum verðum að fara láta meira í okkur heyra, umræðan á Íslandi er orðin óhuggnaleg og bara tímaspursmál hvenær farið verði að minnast á litarhátt manna í fréttaflutningi, er það óhugsandi? alls ekki því það þótti svo sannarlega óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum síðan að minnast á þjóðerni manna í hverri einustu frétt um glæpi á Íslandi og erlendis.
Látum því ekki mála okkur út í horn, eflumst í baráttunni og leggjum okkur tvöfalt fram fyrir málstaðinn okkar. Við hina sem hafið hæst í umræðunni um útlendinga vil ég aðeins segja: Hættið að flokka fólk eftir þjóðerni þeirra og öðrum slíkum þáttum og komið fram við einstaklinga sama af hvaða litarhætti, trúarbrögðum og þjóðerni eins og þið viljið láta koma fram við ykkur sjálf.
Aðeins þannig mun fólk geta lifað í sátt og samlyndi.
Sveinn Helgason
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Hafa Fordómar aukist?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sveinn þú kannski sendir okkur smá upplýsingar um þig á frjalslyndir.akureyri@gmail.com . Fyrst þú ert svona svakaleg baráttuhetja af hverju segirðu okkur ekki hver þú ert og stendur fyrir máli þínu?
Jóhann Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 01:49
Já og svo ég geri það bara hér og nú þá fordæmum við þá stefnu sem combat 18 ,ÍFÍ, og Skaparinn aðhyllast. Þeirra stefna er viðurstyggileg og það er alveg stórundarlegt að lögreglan sé ekkert að gera í því að uppræta þau samtök.
Ég hvet eindregið til þess að þeir sem standa á bak við þau samtök verði dregnir fyrir dóm og látnir sæta ábyrgð.
Jóhann Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 01:54
Haldið þið að anti-rasistar ætli að láta kjurrt liggja ef þið áreitið Svein. Þið munuð finna fyrir því margfalt.
Björn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 19:19
Ertu nú viss um að þessi Björn sé meðlimur samtakanna? Eru þá ekki allir sem tjá sig á síðum Frjálslyndra meðlimir Frjálslyndra, einnig þeir sem verstir eru í fordómahatrinu sem litlar athugasemdir eru gerðar við af hálfu Frjálslyndra?
Annars verður Björn að útskýra hvað hann meinar og vera ekki með einvherjar hálkveðnar vísur, það er hægt að túlka þetta á marga vegu nefnielga.
AK-72, 30.3.2008 kl. 20:21
Ég óttast nú anti-rasista nú ekkert sérstaklega. Ég á nú eftir að sjá það að þessi aumu samtök geti staðið uppi í hárinu á stjórnmálaflokki til lengdar.
Jóhann Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 21:36
Einar, hver er með hótanir? ef þú ert að tala um þennan Björn þá er ég ekki viss hvort hann sé í félaginu.. Fyrir utan hann hef ég ekki séð neinar hótanir gerðar af FAR..
Embla (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.