Ömurlegur Fréttaflutningur sem veldur hatri og ofbeldi.

morð á ungum blaðburðardreng í Kaupmannahöfn vekur viðbjóð. Þrír  drengir á aldrinum 15 - 18 ára danskir í húð og hár  ráðast að 16 ára gömlum dreng af tyrkneskum uppruna og berja hann marg oft í höfuðið  að ástæðulausu.

Svo hafa blöðin í Danmörku sagt hvað eftir annað að múslimar eru öfgafullir en þeir hafa ekki áttað sig á því með svona fréttaflutning að þá skapar þetta andúð og hatur á þá sem eru af öðrum uppruna! Blöðin ættu að gerast ábyrgð  þar sem það hefur oft sýnt það að svona fréttaflutningur veldur því að saklaust fólk/börn verða fyrir hræðilegum árásum.

Svo er sagt að prentfrelsið sé mikilvægt, en hvað með manvirðingu?

ætla blöðin ekki að fara að læra á þessu?

hvað þarf að koma fyrir meira til þess að fréttablöð og aðrir opni augun fyrir svona hatursglæpum?

Íslensk fréttablöð eru nú þegar byrjuð að fjalla um allt það slæma sem Innflytjendur gera, Og það er eitthvað sem þarf að hætta því að við vitum það að hér á landi hefur saklaust fólk af öðrum uppruna orðið fyrir hræðilegum árásum eftir að fréttablöð hafa sagt frá þjóðerni afbrotamanna, Við viljum ekki bíða eftir því að svona hræðilegt komi fyrir hér á landi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Pistill.

Gæti ýmindað mér að margt ónefnt fólk hér á landi myndi fjalla um málið ef drengurinn sem var drepinn hefði verið af dönsku bergi brotinn.

Dagblöð í Danmörku hafa hagað sér svívirðilega undanfarin ár eins og þú bendir á. Þau nefna í hvert einasta skipti þegar einhver sem er ekki "hreinræktaður dani" fremur glæp en minnast svo ekkert sérstaklega á þjóðerni manna ef þeir eru danskir. Óhuggulegur fréttaflutningur.

Það sem virðist mikilvægast í Danmörku er að halda uppi "málfrelsinu" með því að birta myndir sem særa stóran trúarhóp í landinu. Málfrelsi er vissulega mikilvægt en það eru til margar aðrar leiðir en að ráðast á helgustu tákn trúarhóps til að standa vörð um það.

Virðing milli mismunandi hópa fólks er lykilatriði í siðuðu samfélagi. 

Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband