Viljum gera landnema sýnilegri

 

Félagið Landneminn var stofnað á Hressingarskálanum klukkan 16 í gærdag. Landneminn er opinn öllum sem hafa áhuga á opinni umræðu um málefni innflytjenda, fjölmenningu og umheiminn. Þá er félagið ekki síður hugsað sem félagslegur vettvangur – „fyrsta skrefið“ fyrir aðflutta inn í stjórnmálastarf, samfélagsumræðu og þátttöku í starfi stjórnmálaflokks.

„Hafi maður prófað að vera landnemi í öðru landi þá veit maður að það er hægara sagt en gert að taka þátt í þjóðmálaumræðunni – hún er dálítið lokaður heimur þannig séð. Vonandi verða innflytjendur núna sýnilegri í stjórnmálaumræðunni og helst viljum við sjá fleiri landnema fara í framboð og taka þátt,“ segir Oddný Sturludóttir, sem situr í stjórn Landnemans.

Landneminn er á vegum Samfylkingarinnar en er opinn öllum. „Það má segja að hlutverk félagsins sé þrískipt. Í fyrsta lagi er Landneminn félagslegur vettvangur til að laða fólk að og á vera inngönguleið inn í stjórnmál og þjóðmálaumræðu. Í öðru lagi viljum við gera landnema sýnilegri og í þriðja lagi er draumurinn að geta gefið félagsmálaráðuneytinu góð ráð og verið því innan handar við stefnumótun í málaflokknum.“

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/16/viljum_gera_landnema_synilegri/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband