16.5.2008 | 17:50
Alþjóðahús hlýtur Mannréttindaverðlaun
Alþjóðahús hefur hlotið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2008 sem nú er úthlutað í fyrsta sinn. Alþjóðahús hefur gegnt lykilhlutverki í mannréttindamálum í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og fræðslu í þágu innflytjenda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Ákveðið hefur verið að haldið sé upp á mannréttindadag Reykjavíkurborgar 16. maí ár hvert og sérstök mannréttindaverðlaun veitt þeim einstaklingum, félagssamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Alþjóðahús byggir á hugmyndafræðinni um fjölmenningarleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geti notið þeirra kosta sem slík samfélög bera með sér.
Borgaryfirvöld hafa að undanförnu látið til sín taka á sviði mannréttindamála. Af einstökum verkefnum má nefna þýðingu Mannréttindastefnu borgarinnar á fimm tungumál, þýðingu kjarnaefnis á heimasíðu Reykjavíkurborgar á þrjú tungumál, starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur, vinnu við verkáætlun í málefnum innflytjenda o.fl.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/16/althjodahus_hlytur_mannrettindaverdlaun/
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
60% Íslendinga samkæmt nýrri könnun visir.is segjast ekki vilja flóttafólk til landsins.
Farið nú að hætta þessu væli.
LS (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:24
Engu skiptir þótt 60% finnist of mikið af flóttamönnum hér. Það sýnir að umburðarlyndi og mannvirðing hér er mjög lítil. Það gleður mig að við ætlum að taka við fólkinu og bjarga því frá hörmungum. Við eigum að gera meira af því og standa okkur betur í málefnum flóttamanna.
Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.