Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma.

Fótbolti án fordóma.

Fyrirliðar allra liða í Landsbankadeild karla og kvenna undirrituðu í gær yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Fótbolti án fordóma“.

Yfirlýsing fyrirliðanna er svohljóðandi:

„Við fyrirliðar í Landsbankadeild karla og kvenna árið 2008, heitum því að sýna gott fordæmi í leikjum sumarsins með því að koma fram af heiðarleika hver við annan, níða ekki andstæðinga niður og koma í veg fyrir hvers kyns fordóma og dónaskap sem rýrir álit á íþróttinni.

Við skorum einnig á stuðningsmenn og aðra áhorfendur að fjölmenna á völlinn í sumar og taka þátt í heiðarlegum og skemmtilegum leik. Við hvetjum þá til að sýna gott fordæmi, ekki síst börnum og unglingum, með því að styðja sitt lið með jákvæðum og uppbyggjandi hætti og taka ekki þátt í að níða leikmenn eða sýna þeim fordóma á nokkurn hátt.

Fjölmennum á völlinn í sumar og sýnum virðingu og háttvísi. Tökum þátt í að skapa spennandi og fjölskylduvæna skemmtun.

Við viljum fótbolta án fordóma!“

Undir þetta rita síðan allir fyrirliðar karla- og kvennaliða Landsbankadeildarinnar.

Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR og formaður Samtaka knattspyrnumanna, sagði að síðustu ár hefðu komið upp eitt til tvö tilfelli hér á landi og með þessu vildu menn freista þess að koma í veg fyrir slíkt. „Síðar í sumar höfum við áhuga á að leika heila umferð sem verður tileinkuð kynþáttafordómum og við höfum rætt við KSÍ og Landsbankann, sem er helst styrktaraðili deildarinnar,“ sagði Gunnlaugur.

Þetta kemur fram í morgunblaðinu.

http://www.mbl.is/mm/sport/landsbankadeild/2008/05/09/knattspyrnumenn_a_islandi_vilja_fotbolta_an_fordoma/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Þetta er alveg frábært. Mikið kynþáttahatur hefur grasserað í fótbolta víða um heim, þá helst meðal áhorfenda og oft valdið tilheyrandi ofbeldi. Flott framtak hjá Landsbankadeildinni, ég vona að þetta hafi áhrif.

Laufey Ólafsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband