Hvernig læknishjálp vilt þú fá?




Í September árið 2007 fer ungur maður á slysadeildina í Fossvogi á milli klukkan 6 og 7 um morgun eftir að lyftari ók yfir fótlegginn á honum. Eftir að hafa gefið upp þær upplýsingar í mótökunni um að hann væri meiddur á fæti þá var hann beðinn um að gefa upp kennitölu sína. Eins og öðru fólki er honum svo boðið að fá sér sæti þar til hann yrði kallaður upp. Eftir stutta bið er honum vísað inn í herbergi af konu sem var með grímu og hanska. Honum er sagt að opna ekki hurðina og skipað að bíða þarna þar til læknir kemur að skoða hann. Hjúkrunarkonan slekkur svo ljósið og lokar hurðinni.

Eftir einhverja bið inni í herberginu þurfti hann að komast á klósettið og opnar hurðina til þess að komast út en þegar hann er kominn fram á gang þá kemur hjúkrunarkonan aðvífandi og segir honum, með hræðslu í rödd sinni, að hann hafi ekki mátt fara út úr þessu herbergi. Ungi maðurinn tjáir henni að hann þurfi nauðsynlega að komast á salernið því engin sé aðstaðan inni í herberginu. Hún samþykkir þá að fylgja honum á salerni sem var á ganginum og bíður eftir honum á meðan. Eftir salernisferðina fylgir hún honum aftur inn í þetta sérstaka herbergi sem virkaði eins og eitthvað undarlegt. Hún segir honum að bíða þar uns læknir kemur og lokar hurðinni. Eftir einhverja stund kemur læknir inn með grímu og hanska og með honum eru tvær hjúkrunarkonur, einnig með grímu og hanska.

Þegar byrjað var að athuga hann þá er byrjað að spyrja hann fullt af spurningum eins og t.d. hvort að hann væri frískur og hvort hann hefði einhverja sjúkdóma. Hann svaraði því að hann væri frískur og allt væri í lagi með hann. Á þessum tímapunkti var honum byrjað að líða eins og eitthvað mikið væri að hjá honum og skyldi ekkert í þessari undarlegu framkomu í sinn garð. Í nokkra mánuði á eftir þá velti hann því fyrir sér hvort að þetta væri eðlileg framkoma spítala að fólki af öðru þjóðerni en Íslensku. Hann ákvað eftir langan tíma að spyrja fólk af sínu þjóðerni hvort þeir hafi þurft að fara inn í eitthvað sér herbergi fyrir innflytjendur þegar þeir þurftu á læknishjálp að halda en enginn af þeim sem hann talaði við höfðu lent í eins tilfelli og hann.


Ungi maðurinn er búinn að vera búsettur hér á landi frá árinu 2003.

Vildir þú fá sömu þjónustu á spítölum erlendis?

Er þetta ekki gróf mismunun að veita manninum öðruvísi þjónustu en Íslendingi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég verð nú að segja að þetta er mjög undarleg þjónusta. En Ég veit ekki hvort slæm þjónusta sé endilega bundin við af hvaða þjóðerni maður er. Það eru líka dæmi um slæma læknisþjónustu við íslendinga. En þetta er vissulega umhugsunarefni. Og kannski sýnir að þjóð okkar er ekki nógu vel í stakk búin til að taka á móti óheftu flæði innflytjenda. Fræðsla á þessu sviði er einfaldlega ekki næg. Stjórnvöld þurfa að efla fræðslu til að við séum betur í stakk búin til að taka á móti þessu óhefta flæði innflytjenda. 

Jóhann Kristjánsson, 26.4.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er fáranlegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband