20.4.2008 | 02:40
Félag Anti-Rasista tók þátt í málþinginu "Hinn grunaði er útlendingur"
Ég skellti mér á ráðstefnuna í Salnum, í Kópavogi í gær. Ekki náði ég þó allri ráðstefnunni en náði þó að sjá hlut Félags Anti-Rasista í síðustu umræðum dagsins. Þar ræddu fjórir menn um hvort rétt væri að tilgreina þjóðerni manna í fréttaflutningi. Eftirfarandi menn ræddu málin og sátu fyrir svörum:
Dane Magnússon, formaður Félags Anti-rasista
Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins
Ég var ekki alveg sáttur við hversu mjög tímanum var misskipt á milli mannana. Stefán og Jón fengu nær allan tímann til að tjá sig á meðan Dane fékk enn minni tíma og Þorbjörn nánast engann.
Ef ég man rétt þá tjáði Þorbjörn sig aðeins einu sinni á fundinum í upphafsspurningunni sem allir fengu sem hljóðaði "á að tilkynna þjóðerni manna í fréttaflutningi". Þorbjörn svaraði því til að það gæti valdið fordómum að birta þjóðerni afbrotamanna í fréttaflutningi.
Jón Kaldal svaraði spurningunni á þá leið að stundum væri nauðsynlegt að taka fram þjóðerni manna í fréttum en hann skaut yfir markið þegar hann sagði það hafa verið í lagi að birta þjóðerni grunaðs manns á þeim grundvelli að bæjarbúar hafi verið byrjaðir að tala um sín á milli að Pólverji hefði framið glæpinn. Það er hinsvegar alls ekki sniðugt að hafa birt þjóðerni grunaðs manns vegna orðróms bæjarbúa. Jón svaraði nokkrum spurningum á fundinum og minntist meðal annars á dálk nýrra Íslendinga í Fréttablaðinu. Sá dálkur er áhugaverður og gott framtak hjá Fréttablaðinu að gefa fólki færi á að kynna sér hvernig það er fyrir nýja Íslendinga að komast inn í samfélagið.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri svaraði spurningunni ef ég man rétt á svipaðann hátt og Þorbjörn. Hann fjallaði einnig um það að lögreglan réði innflytjendur til vinnu og hefði lært og væri enn að læra um hvernig beri að bregðast við dauðsföllum annara trúarhópa en kristinna. Þessu fagna ég enda þarf að sjálfsögðu að læra inn á siði annars fólks til að sameining geti skapast í samfélaginu. Þó kom upp leiðinlegt atvik á fundinum sem ég mun fjalla um síðar sem ég tel því miður vera til vansa fyrir Stefán.
Dane Magnússon, formaður Félags Anti-Rasista, svaraði upphafsspurningunni á svipaðan hátt og Þorbjörn og benti réttilega á að það getur skapað hatur gegn heilu þjóðunum að taka í sífellu fram þjóðerni brotamanna þar sem slíkt persónugerir heilar þjóðir út frá gjörðum örfárra. Hann benti einnig á það að það að nafngreina grunaða menn væri af hinu illa þar sem það getur lagt líf þeirra sem eru grunaðir en eru saklausir í rúst. DV á sínum tíma var þekkt fyrir þessar aðferðir og varð það frægt þegar maður svipti sig lífi eftir að blaðið hafði sagt að hann nauðgaði drengjum. Þarna skipaði blaðið sér í dómarasæti og tók í raun manninn af lífi án þess að þetta væri sannað á hann.
Nokkrir einstaklingar fengu að spyrja spurninga á fundinum og ber þar að nefna Paul Niklov, Þingmann Vinstri Grænna og eina innflytjendanum á þingi, en hann tjáði sig meðal annars mikið um grein Jóns Gnarr sem birtist fyrir nokkrum árum þar sem Jón gerir grín að fréttaflutningi sem tilgreinir kynhneigð afbrotamanns til að sýna fram á hversu fáránlegt það sé að vera að nefna þjóðerni manna í þessu samhengi.
Amal Tamini sem situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, fyrst innflytjenda, tjáði sig um það að ef þjóðerni manna er nefnt í fréttaflutningi geti það valdið hatri á öllum úr þjóðflokknum sem nefndur er.
Eftir að Amal tjáði sig um þetta gerðist nokkuð sem olli hneykslun minni og allavega nokkra annara en þá tjáði Stefán lögreglustjóri sig um það að allt snerist um það hvernig fólk læsi úr fréttunum og fór að benda á fólk í salnum í háði. Bryndís, meðstjórnandi Félags Anti-Rasista, spurði hann þá hvernig hefði mátt lesa eitthvað annað en neikvætt út úr þeim fréttaflutningi sem hafður hafði verið uppi vegna hatursárásar á dökkann eiginmann hennar þar sem látið var hljóma að fjölskyldan væru í raun sökudólgarnir og þjóðerni hennar, barnastaða hjónanna og upplýsingar um búsetu voru gefnar upp. Þetta var afar beitt spurning og lögreglustjórinn átti fá svör við þessu og hann virtist vera skömmustulegur það sem eftir lifði fundar.
Stefán er ágætis maður og stóð sig að mörgu leiti vel á fundinum en þarna gekk hann allt of langt. Hann hneykslaði vissulega mig en særði þó aðra manneskju þar sem málefnið stóð henni mjög nálægt hjarta þar sem eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás og fjölmiðlar brugðust rangt við málinu. Skiljanlega gat hún ekki lesið neitt annað út úr þeim fréttaflutningi en það sem sagt var. Ég vona að Stefán finni það hjá sér að biðjast afsökunnar á þessum málaflutningi sínum enda var hann beinlínis rangur og ummælin voru særandi.
Félag Anti-Rasista er búið að sanna sig sem öflug samtök sem taka virkan og góðan þátt í þjóðmálaumræðunni og Dane stóð sig með prýði á fundinum þó svo að hann hefði mátt fá meira sviðsljós og lengri tíma til að tjá sig. Einnig taldi ég mjög hetjulegt af Bryndísi að láta ekki rangfærslur Stefáns sem vind um eyru þjóta og svara þeim á málefnalegann hátt.
Dane Magnússon, formaður Félags Anti-rasista
Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins
Ég var ekki alveg sáttur við hversu mjög tímanum var misskipt á milli mannana. Stefán og Jón fengu nær allan tímann til að tjá sig á meðan Dane fékk enn minni tíma og Þorbjörn nánast engann.
Ef ég man rétt þá tjáði Þorbjörn sig aðeins einu sinni á fundinum í upphafsspurningunni sem allir fengu sem hljóðaði "á að tilkynna þjóðerni manna í fréttaflutningi". Þorbjörn svaraði því til að það gæti valdið fordómum að birta þjóðerni afbrotamanna í fréttaflutningi.
Jón Kaldal svaraði spurningunni á þá leið að stundum væri nauðsynlegt að taka fram þjóðerni manna í fréttum en hann skaut yfir markið þegar hann sagði það hafa verið í lagi að birta þjóðerni grunaðs manns á þeim grundvelli að bæjarbúar hafi verið byrjaðir að tala um sín á milli að Pólverji hefði framið glæpinn. Það er hinsvegar alls ekki sniðugt að hafa birt þjóðerni grunaðs manns vegna orðróms bæjarbúa. Jón svaraði nokkrum spurningum á fundinum og minntist meðal annars á dálk nýrra Íslendinga í Fréttablaðinu. Sá dálkur er áhugaverður og gott framtak hjá Fréttablaðinu að gefa fólki færi á að kynna sér hvernig það er fyrir nýja Íslendinga að komast inn í samfélagið.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri svaraði spurningunni ef ég man rétt á svipaðann hátt og Þorbjörn. Hann fjallaði einnig um það að lögreglan réði innflytjendur til vinnu og hefði lært og væri enn að læra um hvernig beri að bregðast við dauðsföllum annara trúarhópa en kristinna. Þessu fagna ég enda þarf að sjálfsögðu að læra inn á siði annars fólks til að sameining geti skapast í samfélaginu. Þó kom upp leiðinlegt atvik á fundinum sem ég mun fjalla um síðar sem ég tel því miður vera til vansa fyrir Stefán.
Dane Magnússon, formaður Félags Anti-Rasista, svaraði upphafsspurningunni á svipaðan hátt og Þorbjörn og benti réttilega á að það getur skapað hatur gegn heilu þjóðunum að taka í sífellu fram þjóðerni brotamanna þar sem slíkt persónugerir heilar þjóðir út frá gjörðum örfárra. Hann benti einnig á það að það að nafngreina grunaða menn væri af hinu illa þar sem það getur lagt líf þeirra sem eru grunaðir en eru saklausir í rúst. DV á sínum tíma var þekkt fyrir þessar aðferðir og varð það frægt þegar maður svipti sig lífi eftir að blaðið hafði sagt að hann nauðgaði drengjum. Þarna skipaði blaðið sér í dómarasæti og tók í raun manninn af lífi án þess að þetta væri sannað á hann.
Nokkrir einstaklingar fengu að spyrja spurninga á fundinum og ber þar að nefna Paul Niklov, Þingmann Vinstri Grænna og eina innflytjendanum á þingi, en hann tjáði sig meðal annars mikið um grein Jóns Gnarr sem birtist fyrir nokkrum árum þar sem Jón gerir grín að fréttaflutningi sem tilgreinir kynhneigð afbrotamanns til að sýna fram á hversu fáránlegt það sé að vera að nefna þjóðerni manna í þessu samhengi.
Amal Tamini sem situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, fyrst innflytjenda, tjáði sig um það að ef þjóðerni manna er nefnt í fréttaflutningi geti það valdið hatri á öllum úr þjóðflokknum sem nefndur er.
Eftir að Amal tjáði sig um þetta gerðist nokkuð sem olli hneykslun minni og allavega nokkra annara en þá tjáði Stefán lögreglustjóri sig um það að allt snerist um það hvernig fólk læsi úr fréttunum og fór að benda á fólk í salnum í háði. Bryndís, meðstjórnandi Félags Anti-Rasista, spurði hann þá hvernig hefði mátt lesa eitthvað annað en neikvætt út úr þeim fréttaflutningi sem hafður hafði verið uppi vegna hatursárásar á dökkann eiginmann hennar þar sem látið var hljóma að fjölskyldan væru í raun sökudólgarnir og þjóðerni hennar, barnastaða hjónanna og upplýsingar um búsetu voru gefnar upp. Þetta var afar beitt spurning og lögreglustjórinn átti fá svör við þessu og hann virtist vera skömmustulegur það sem eftir lifði fundar.
Stefán er ágætis maður og stóð sig að mörgu leiti vel á fundinum en þarna gekk hann allt of langt. Hann hneykslaði vissulega mig en særði þó aðra manneskju þar sem málefnið stóð henni mjög nálægt hjarta þar sem eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás og fjölmiðlar brugðust rangt við málinu. Skiljanlega gat hún ekki lesið neitt annað út úr þeim fréttaflutningi en það sem sagt var. Ég vona að Stefán finni það hjá sér að biðjast afsökunnar á þessum málaflutningi sínum enda var hann beinlínis rangur og ummælin voru særandi.
Félag Anti-Rasista er búið að sanna sig sem öflug samtök sem taka virkan og góðan þátt í þjóðmálaumræðunni og Dane stóð sig með prýði á fundinum þó svo að hann hefði mátt fá meira sviðsljós og lengri tíma til að tjá sig. Einnig taldi ég mjög hetjulegt af Bryndísi að láta ekki rangfærslur Stefáns sem vind um eyru þjóta og svara þeim á málefnalegann hátt.
Um bloggið
Félag Anti-Rasista
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag anti-rasista Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.
- www.myspace.com/anti_rasistar
Spurt er
Hafa Fordómar aukist?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.