Búum við í nútíma villimanna þjóð?

Útlendingar eiga ekki að vera hræddir við að tjá sig því Fjálslyndi Flokkurinn er svo sannarlega ekki hræddur við að tjá sínar skoðanir. Það er þessi þunna lína sem hægt er að fara yfir þegar kemur að fordómum og mér finnst að nokkrir úr Frjálslynda Flokknum séu búin að fara yfir hana aðeins of oft- en alltaf afsaka þeir sig og segjast ekki hafa verið að meina það sem þeir skrifuðu eða sögðu, þeir hafi meint annað..  Ef flokkur eins og FUF getur ekki komið þeirra skoðun á framfæri án þess að móðga minni hluta fólks hér á landi þá hlýtur að vera einhver úlfur í sauðagæru á meðal þeirra. Það eru allir með skoðun á hlutunum en mjög fáir með friðsamlega lausn.

Við erum ekki að segja að allir í Frálslynda Flokknum séu með fordóma en þeir eru með svarta sauði á meðal þeirra sem er auðvitað ekki gott.

Ég fór á þessa tónleika með Bubba Morthens gegn fordómum, og ég  verð að segja að  ég var smá hissa að þau sendu Viðar H.Guðjohnsen til að tala fyrir FF, ég held það hafi verið betra að sjá Guðjón A. Kristjánsson þar sem hann er giftur pólskri konu og  því gott að fá hans álit um samtökin „Ísland gegn Pólverjum". Mér finnst eina manneskjan sem hefur verið að segja eitthvað af viti og getur bjargað Frjálslynda flokknum sé kannski Kristinn H. Gunnarsson.

Ég held að Félag Anti-Rasista sé ekki að ráðast á neinn, það sem þau gera er að svara fyrir þá sem minna mega sín – Svo að þeir hafi rödd í íslensku samfélagi.

Við græðum ekkert á því þegar rasistar á Íslandi leggja fólk af erlendum bakgrunni  sem eru að vinna  hér í einelti, jú auðvitað eru útlendingar sem eru að brjóta af sér hér á landinu, en þess vegna er lögreglan til staðar á Íslandi- og það sama á við um skemmtistaði sem eru með dyraverði og myndavélar sér til hjálpar.

Við skulum snúa blaðinu við, eru ekki til Íslendingar sem eru morðingjar, nauðgarar, handrukkarar eða þjófar?  Ég held að rasistar noti það neikvæða sem fáir útlendingar eru að gera til að fá Íslendinga á móti útlendingum, þó það sé aðeins lítil prósenta af afbrotamönnum miðað við fjölda útlendinga hér..

Það eru nokkur þúsund Íslendinga sem búa  í Danmörku- hvernig væri ef Danir kæmu fram við þá eins og margir koma fram við útlendinga hér? Sem Íslendingur vil ég hafa þann kost að fara í frí eða búa á öðrum stað án þess að vera fyrir áras útaf þjóðerni mínu.

Ég hvet Íslendinga að hugsa jákvætt því við sjáum hvernig rasismi hefur eyðilagt nágrannalönd okkar.. Ef það er vamdamál þá er alltaf hægt að finna friðsamlega lausn á því.

Ég er sammála hluta af því sem Frjálslyndi Flokkurinn er að segja eins og t.d með að skoða sakaskrá hjá þeim sem koma til með að búa á Íslandi , en þau þurfa að velja rétta  fólkið til að tala fyrir sína hönd.

Sigurjón                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        siggi1977@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér.  Það versta er að þeir sjá ekki fordómana og verða rosa hissað þegar einhver bendir þeim á það.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 15:25

2 identicon

Þór minn- ég held að Sigurjón sé að meina að það væri betra að fá Guðjón til að tala því kannski hefur hann sjálfur orðið vitni af fordómum í garð hans eða konu sinnar- það er betra að fá fólk sem sjálft hefur orðið vitni eða fyrir fordómum til að lýsa hversu sárt þetta er.. Ekki einhvern sem hefur kannski flett orðinu upp í orðabók og lýsa hvað fordómar eru- Ekki satt?? Ganga t.d fyrirlestrarnir ekki betur hjá fólki sem er að lýsa sinni eigin reynslu í t.d fíkniefnum eða átröskun en ekki hjá þeim sem veit kannski ekki hvernig það er að vera fíkill heldur er bara búinn að lesa sér til um það?- Nei ég bara spyr.. 

Embla (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:47

3 identicon

Frábær grein og þörf.

Innan Frjálslyndra er enn fólk sem getur breytt stöðu mála. Kristinn eins og þú segir tel ég ekki öfgasinnaðann og hefur hann skrifað grein gegn fordómum félaga sinna. Guðrún Jóna er einnig ágætis candidat en hún hefur barist gegn skoðunum öfgasinnana Jóns og Viðars á netinu undanfarið. Vandamálið sem þetta fólk stendur hins vegar frammi fyrir er að flokkur þeirra hefur einangrað sig algjörlega í Íslenskum stjórnmálum og er nú byrjaður að leita til öfgaafla á borð við Combat 18 því að þegar maður hefur uppi málflutning á borð við þann sem flokkurinn hefur haldið á lofti þá verður fátt um vinina. Nafn Frjálslynda Flokksins er því ónýtt.

Guðjón Arnar virðist í undarlegri stöðu stjórnmálalega séð og sennilega sá eini í Evrópu sem er formaður rasistaflokks en virðist ekki vera rasisti sjálfur. Hann virðist hanga á þingi og í flokknum fyrir tækifærishyggjuna og völdin. Það er þó ljótt að hanga á þingi á atkvæðum nýnasista.

Ég skora hér og nú á alla þá sem eru í Frjálslynda Flokknum en eru ekki rasistar að koma sér út úr flokknum, þetta er tækifærið ykkar, og hugsanlega það síðasta ef þið viljið ekki algjörlega skemma mannorð ykkar.

Kæri Þór. Þú mátt vita að það eru margir sem bera hlýhug til samkynhneigðra og vilja þeim vel og held ég að anti-rasistar séu þar engin undantekning á. Þú þarft samt að varast það að tala svona um útlendinga ef þú vilt ekki verða bendlaður við kynþáttafordóma.

Enn halda árásir Frjálslyndra áfram gegn henni Bryndísi og eru þær ljótar eins og venjulega. Bryndís er þó frábær manneskja og á þetta á engan hátt skilið enda hjartahlý manneskja og vill fólki vel. Hún er vel að sér um málefni líðandi stundar og berst hart gegn kynþáttafordómum og öðrum slíkum viðbjóði. Samt sætir hún stöðugum árásum Frjálslyndra sem segjast ekki vera rasistar en ef þeir eru ekki rasistar hvers vegna eru þá anti-rasistar og útlendingar erkióvinir þeirra?

Þessi sami flokkur hefur einnig ráðist á mig, sagt mig lygara, ómerkilegan, einfaldan og margt í þeim dúr vegna þess að ég vogaði mér að skrifa sannleikann um Hitler Jugend og foringja þeirra Viðar Helga Guðjohnsen og athæfi hans á tónleikakvöldinu sem var flokknum til skammar. Hann virðist samt ekki nógu mikill maður til að viðurkenna þetta en það er eins og Sigurjón segir í greininni að þeir segja eitt og meina allt annað, ætli þeir geri þá ekki líka eitt og segjast svo seinna hafa gert allt annað?

Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Er hægt að vera á móti innflytjendum án þess að vera 'rasisti' ?  t.d. ef ég, sem hvítur maður væri á móti því að allt fyllist af norðmönnum á íslandi, norðmönnum sem eru jú frændur okkar, er ég þá rasisti ?  

Er kanski verið að láta stóru orðin og tilfinningasemina hlaupa með sig á villigötur ?

reyndar er ég fylgjandi frelsi fólks til að búa hvar sem það kýs, ég er bara að benda á öfgarnar í þessari umræðu. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 02:01

5 identicon

Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni.

Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap.

Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra.

Upphaf fordóma í huga einstaklingsins
Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa.  Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar.

En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur.

Sigurjón (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband