Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið

Skipulögð hafa verið mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið á hádegi á morgun þar sem skorað er á  Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla.

„Síðastliðinn desember tók Paul þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí, en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosningarnar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janúar og sótti um pólitískt hæli. Honum barst aldrei svar við beiðni sinni, jafnvel þó Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslögmaður hafi í mars ítrekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp.

Í gær komu lögregluþjónar fyrirvaralaust á heimi Pauls og handtóku hann fyrir framan konu hans og þriggja vikna son þeirra. Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann eyddi nóttinni. Í morgun var hann svo sendur til Ítalíu og mál hans sett í hendur stjórnvalda þar í landi, en samkvæmt Dyflinnarsamningnum hafa íslensk stjórnvöld leyfi til þess að senda hann til Ítalíu, vegna þess að Paul millilenti þar á leið sinni til Íslands," að því er segir í tilkynningu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/03/motmaeli_skipulogd_fyrir_utan_domsmalaraduneytid/

Mótmælinn er á milli kl 12 og 13 á morgun

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/


Verulega sorglegt mál. Stjórnvöld Vísa Flóttamanni úr landi

Paul Ramses

 

Stjórnvöld hafa ákveðið að vísa flóttamanni frá Kenía úr landi án þess að taka fyrir umsókn hans um pólitískt hæli. Maðurinn starfaði um tíma við hjálparstarf Í Kenía sem íslensk stjórnvöld komu að.

Einn þeirra sem tók þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí í Kenía í desember í fyrra er Paul Ramses. Hann náði ekki kosningu heldur andstæðingur hans í stjórnarflokki landsins. Eftir kosningar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum, Paul óttaðist um líf sitt og flúði því land í janúar síðastliðinn. Hann kom til Íslands og sótti um hæli sem pólitískur flóttamaður. Ástæðan er að hann dvaldi hér um tíma árið 2005 og starfaði í framhaldi fyrir ABC barnahjálp í Kenía.

Paul tók þátt í að stofna skóla í Naíróbí með Íslendingum, en það verkefni er meðal annars stutt af utanríkisráðuneytinu. Í mars var farið fram á að stjórnvöld tækju málið fyrir. Fram að þessu hefur ekkert svar borist.

Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður segir að dag hafi lögreglan komið inn á heimili Pauls og tekið hann í fangelsi. Þar eigi hann að sitja í nótt og svo verði hann sendur út í fyrramálið.
Ástæðan er að Paul millilenti á Ítalíu á leið sinni til landsins, og stjórnvöldum er því heimilt að senda hann þangað og láta ítölsk stjórnvöld fjalla um málið.

Katrín segir að Paul eigi konu og 3 vikna son sem séu hér á landi líka og með þessari ákvörðun verði fjölskyldunni stíað í sundur.

 

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item215735/

 

 


Útlendingar og fólk af erlendum uppruna

...... 

Ísland er hraðri þróun í átt að auknum fjölbreytileika hvað varðar menningu, kynþætti, þjóðerni, tungumál og fleira. Í raun má segja að það sé liðin tíð að segja að á Íslandi búi einsleit þjóð þar sem að allir tali sama tungumál.

Fjölmargar ástæður liggja að baki auknum fjölbreytileika á Íslandi. Landamæri flestra landa hafa opnast og fólki gert auðveldara að flytjast búferlum á milli landa. Í sumum löndum er unnið markvist að því að gera slíka flutninga auðveldari og er Evrópa dæmi um þá þróun. Önnur ástæða fyrir auknum fjölbreytileka eru stríðsátök og aðrar hörmungar sem hafa leitt til þess að straumur flóttamanna hefur aukist um allan heim. Skortur á vinnuafli er þó ein helsta ástæða búferlaflutninga. Íslendingar giftast einnig útlendingum og fjölskyldur eru að sameinast. Fólksflutningar eru eðlilegur hluti af þessari þróun. Mannlífið verður sífellt fjölbreytilegra og menningin margþætt. Íslendingar flytjast sjálfir búferlum á sama tíma og útlendingar setjast að á Íslandi.

Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu en það er opið samfélag sem hefur yfir að geyma þekkingu og upplýsingar. Nálægðin við aðrar þjóðir er meiri en hún áður var vegna aukinni samskiptatækni og mun betri samgangna. Óhætt er að segja að nýjar aðstæður hafi skapast á Íslandi þar sem að útlendingar setja mikinn svip á samfélagið. Á sama tíma hafa ný vandamál skotið upp kollinum í íslensku samfélagi sem virðist vera afleyðing þess þegar ólíkir menningarhópar koma saman.

Samþætting fjölmenningarlegs samfélags

Á síðastliðnum árum hafa viðhorf um það hvernig standa eigi að aðlögun og þátttöku útlendinga í samfélagi þar sem að þeir eru í minnihluta tekið miklum breytingum.

Á áttunda áratugnum var á Norðurlöndunum mikil þörf fyrir vinnuafl. Fólk flykktist þangað frá Suður-Evrópu og Asíu með von um vinnu og betra líf.

Í fyrstu var talið mikilvægt að innflytjendur tileinkuðu sér menningu og samfélag innfæddra. Aðskilnaður barna var jafnvel talinn æskilegur til þess að flýta fyrir því að barnið lærði tungumálið. Markmið þessarar stefnu var að gera útlendinga sem líkasta innfæddum í siðum og venjum þannig að þeir myndu samlagast nýrri menningu og tungu og segðu þar af leiðandi skilið við sína eigin.

Hugmyndafræðin sem er ríkjandi í dag byggir á því sem kallast samþætting. Með því er átt við að reynt er að komast til móts við þarfir útlendinga til að gera þeim kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Áhersla er lögð á að útlendingar missi ekki þau sérkenni sem að þeir búa yfir, missi ekki tengsl við menningu sína og tungumál heldur eiga þessir þættir að fá sín notið í samfélagi sem að einkennist af fjölmenningu. Með því að viðurkenna ólíka menningu og virða hana þá styrkir það samfélagið í heild sinni. Nýjar hugmyndir koma fram, nýir hæfileikar líta dagsins ljós og hægt er að finna nýjar leiðir til að taka á vandamálum sem að upp koma. Leiðin að markmiðum samþættingar byggja að miklu leiti á fræðslu, fyrir Íslendinga og útlendinga. Fræðslan fjallar um það hvernig er að búa í fjölmenningarlegu samfélagi og hvernig megi koma í veg fyrir fordóma og mismunun.

Mikilvægi íslenskukunnáttu

Óhætt er að segja að íslenskukunnátta sé lykill að þátttöku í íslensku samfélagi. Tungumálið er mikilvægasta tækið sem að útlendingar geta nýtt sér til þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Íslenskukunnátta er grundvallarforsenda aðlögunar að íslensku samfélagi. Jafnframt þessu er íslenskukennsla er mjög mikilvæg fyrir börn af erlendum uppruna og ef að henni er ekki sinnt er hætta á því að börn innflytjenda verði utanveltu í samfélaginu og ófær um að uppfylla þær kröfur sem að íslensk menning gerir til ungs fólks.

Í rannsóknum og viðtölum við fólk hefur ítrekað komið fram að mikill meirihluti fólks vill læra íslensku en víða er framboð á námskeiðum mjög takmarkað.

þetta er tekið af Mannréttindaskrifstofu Íslands /Icelandic Humen Rights Centre.

Hérna er Heimasíðan hjá þeim: http://www.humanrights.is/


Viljum gera landnema sýnilegri

 

Félagið Landneminn var stofnað á Hressingarskálanum klukkan 16 í gærdag. Landneminn er opinn öllum sem hafa áhuga á opinni umræðu um málefni innflytjenda, fjölmenningu og umheiminn. Þá er félagið ekki síður hugsað sem félagslegur vettvangur – „fyrsta skrefið“ fyrir aðflutta inn í stjórnmálastarf, samfélagsumræðu og þátttöku í starfi stjórnmálaflokks.

„Hafi maður prófað að vera landnemi í öðru landi þá veit maður að það er hægara sagt en gert að taka þátt í þjóðmálaumræðunni – hún er dálítið lokaður heimur þannig séð. Vonandi verða innflytjendur núna sýnilegri í stjórnmálaumræðunni og helst viljum við sjá fleiri landnema fara í framboð og taka þátt,“ segir Oddný Sturludóttir, sem situr í stjórn Landnemans.

Landneminn er á vegum Samfylkingarinnar en er opinn öllum. „Það má segja að hlutverk félagsins sé þrískipt. Í fyrsta lagi er Landneminn félagslegur vettvangur til að laða fólk að og á vera inngönguleið inn í stjórnmál og þjóðmálaumræðu. Í öðru lagi viljum við gera landnema sýnilegri og í þriðja lagi er draumurinn að geta gefið félagsmálaráðuneytinu góð ráð og verið því innan handar við stefnumótun í málaflokknum.“

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/16/viljum_gera_landnema_synilegri/


Listahátið til að vekja fólk til umhugsunar

SVP.

SVP plakötin sem valdið hafa miklum usla undanfarið er listahátíðarverkefni sem er hluti af Listahátíðinni Ferðalag á Austurlandi  og er á vegum svissneska listamannsins Christoph Büchel. Þetta staðfestir Þórunn Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Skaftafells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi.

Er Büchel með sýningu í gangi fyrir austan þar sem hann meðal annars hefur smalað svörtum sauðum innan girðingar í Austdal á Seyðisfirði og flaggar þar tveimur svissneskum fánum. Segir Þórunn að listamaðurinn, sem ku vera nokkuð virtur í sínu fagi, hafi viljað vekja fólk til umhugsunar um málefnið.

Guðrún Kristjánsdóttir, kynningafulltrúi Listahátíðar Reykjavíkur segst ekki vita hvað hann sé að gera með gjörninginn í Reykjavík, en að þau skipti sér ekki að því. „Sýning hans er á Seyðisfirði eins og hún kemur á Listahátíð.“

Veggspjöldin hafa vakið mikinn usla og titring meðal almennings og hafa þau verið tengd við kynþáttahatur gagnvart innflytjendum. Nú kemur í ljós að það var markmið listamannsins að vekja fólk til umhugsunar.

Heimild: Dv.is


Staðan góð en andúð eykst

 

Einar Skúlason  Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir að þar á bæ hafi mönnum borist tilkynning vegna kynþáttaníðsplakatanna sem hengd voru upp víðsvegar um höfuðborgarssvæðið og á Akureyri um helgina.

Segir hann einn mann frá Brasilíu hafa sett sig í samband við Alþjóðahús og sagðist sá hafa bent lögreglunni á þetta og sjálfur farið í að rífa plakötin niður. Eins og greint hefur verið frá vísa veggspjöldin til svissneska stjórnmálaflokksins SVP, sem tekið hefur harða afstöðu til innflytjenda þar í landi. Og nú virðist stefna flokksins hafa fundið hljómgrunn hér á landi með skipulagðri uppsetningu veggspjalda hans í Reykjavík og á Akureyri.

„Það eru alltaf svona sveiflur í umræðunni sem blossa upp öðru hverju.“ segir Einar, aðspurður hvort hann sé uggandi yfir þessari þróun. „Ég vona bara að fólk beri þroska til að sjá yfir heildina og dæmi ekki út frá umræðu um einstök málefni. Því staðreyndin er sú að vel gengur í málefnum innflytjenda hér á landi í samanburði við önnur lönd, til dæmis Frakkland.“

Andúð eykst með fjölgun innflytjenda

Einar segir að hjá honum finni fólk fyrir aukinni andúð gagnvart innflytjendum eftir því sem þeim fjölgar.
„Enn sem komið er þá er ástandið tiltölulega gott. Menn sem fullyrða um félagsleg vandamál sem fylgja innflytjendum eru yfirleitt að tala í spádómsstíl. Því þetta er ekki vandamál í dag. Menn eru að geta sér til um að eftir tiltekinn tíma þá verði hugsanlega vandamál. En ef menn tala alltaf um að hér verði einhverntíma vandamál þá verða vandamál. Menn geta talað sig út í vandamál líka og málað sig út í horn.“

Litlar sellur rasistasamtaka

Svo virðist sem þjóðernissinnasamtök hafi verið að ryðja sér til rúms á Íslandi undanfarið og er skemmst að minnast Ísland fyrir Íslendinga samtökunum sem birtust á forsíðu DV  og Combat 18, samtök herrskárra kynþáttahatara sem opnuðu heimasíðu á dögunum  þar sem tilkynnt var að þau hefðu hafið starfsemi sína hér á landi. Ómögulegt er að segja til hvort veggspjöldin tengist starfsemi þeirra samtaka en ljóst er að slík samtök eru að minna á sig hér á landi.

Einar segir að um sé að ræða litla starfsemi. „Mín tilfinning er sú að hér sé um að ræða tiltölulega litlar sellur, sem eiga erfitt með að koma boðskapnum á framfæri. Á meðan menn vega úr launsátri í skjóli nafnleyndar þá er erfitt að koma af stað umræðu.“

Einar segir jafnframt að áhugavert sé að þeir sem sífellt heimta opnari umræðu um málefni innflytjenda séu oftast þeir sem kveinki sér mest þegar til umræðu um málefnið kemur. „Slíkt sér maður ekki í mörgum öðrum málaflokkum.“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

Heimildir:http://www.dv.is/frettir/lesa/8938


Alþjóðahús hlýtur Mannréttindaverðlaun

 Alþjóðahús.

 

 Alþjóðahús hefur hlotið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2008 sem nú er úthlutað í fyrsta sinn. Alþjóðahús hefur gegnt lykilhlutverki í mannréttindamálum í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og fræðslu í þágu innflytjenda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ákveðið hefur verið að haldið sé upp á mannréttindadag Reykjavíkurborgar 16. maí ár hvert og sérstök mannréttindaverðlaun veitt þeim einstaklingum, félagssamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa.  Alþjóðahús byggir á hugmyndafræðinni um fjölmenningarleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geti notið þeirra kosta sem slík samfélög bera með sér.  

Borgaryfirvöld hafa að undanförnu látið til sín taka á sviði mannréttindamála.  Af einstökum verkefnum má nefna þýðingu Mannréttindastefnu borgarinnar á fimm tungumál, þýðingu kjarnaefnis á heimasíðu Reykjavíkurborgar á þrjú tungumál, starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur, vinnu við verkáætlun í málefnum innflytjenda o.fl.  

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/16/althjodahus_hlytur_mannrettindaverdlaun/


Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma.

Fótbolti án fordóma.

Fyrirliðar allra liða í Landsbankadeild karla og kvenna undirrituðu í gær yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Fótbolti án fordóma“.

Yfirlýsing fyrirliðanna er svohljóðandi:

„Við fyrirliðar í Landsbankadeild karla og kvenna árið 2008, heitum því að sýna gott fordæmi í leikjum sumarsins með því að koma fram af heiðarleika hver við annan, níða ekki andstæðinga niður og koma í veg fyrir hvers kyns fordóma og dónaskap sem rýrir álit á íþróttinni.

Við skorum einnig á stuðningsmenn og aðra áhorfendur að fjölmenna á völlinn í sumar og taka þátt í heiðarlegum og skemmtilegum leik. Við hvetjum þá til að sýna gott fordæmi, ekki síst börnum og unglingum, með því að styðja sitt lið með jákvæðum og uppbyggjandi hætti og taka ekki þátt í að níða leikmenn eða sýna þeim fordóma á nokkurn hátt.

Fjölmennum á völlinn í sumar og sýnum virðingu og háttvísi. Tökum þátt í að skapa spennandi og fjölskylduvæna skemmtun.

Við viljum fótbolta án fordóma!“

Undir þetta rita síðan allir fyrirliðar karla- og kvennaliða Landsbankadeildarinnar.

Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR og formaður Samtaka knattspyrnumanna, sagði að síðustu ár hefðu komið upp eitt til tvö tilfelli hér á landi og með þessu vildu menn freista þess að koma í veg fyrir slíkt. „Síðar í sumar höfum við áhuga á að leika heila umferð sem verður tileinkuð kynþáttafordómum og við höfum rætt við KSÍ og Landsbankann, sem er helst styrktaraðili deildarinnar,“ sagði Gunnlaugur.

Þetta kemur fram í morgunblaðinu.

http://www.mbl.is/mm/sport/landsbankadeild/2008/05/09/knattspyrnumenn_a_islandi_vilja_fotbolta_an_fordoma/


Hvers lenskt Fólk á lögreglan að berja?.

Formaður Landssambands ungra Frjálsyndra, Viðar Helgi Gjuðjonsen, Var dreginn afsíðis af lögreglu í mótmælunum við Suðurlandsveg Og faðir hans handtekinn. Á meðan lögreglan dregur hann burt hrópar hann til myntatökumanna á svæðinu:

,, Þeir eru að berja Íslending! Þeir eru að berja samlanda sína!"

Hvers lenskt fólk þykir Viðari rétt að lögreglan berji?

Þetta kemur fram í fréttablaðinu í dag.

 Hérna fyrir neðan er mjög svo áhugaverða grein um þetta mál hjá vefritinu:

Smá brot af því sem kemur þar fram:

 

Fyrirsögn greinarinnar á rætur í atburðum síðustu viku við Rauðavatn. Ungur maður semloggur.jpg lögregla hafði handsamað, að því er virtist fyrir að hafa ekki hlýtt boði lögreglu, hrópaði þau í skelfingu og virtist svíða það sárast að þarna væri lögreglan að beita sér gegn einstaklingum af sama þjóðerni og lögreglumennirnir sjálfir voru. Það má velta því fyrir sér hvort viðkomandi hefði liðið betur og veist léttara að skilja aðstæður ef að lögreglumennirnir hefðu verið erlendir. Einnig má spyrja sig hvort viðkomandi hefði frekar verið dús við það að lögreglan hefði beitt sér gegn og, með hans eigin orðum, barið útlendinga.

Atburðirnir við Rauðavatn eru hins vegar ekki umfjöllunarefni greinar minnar í dag. En það sem vakti athygli mína er það hversu gegnsýrð upphrópun unga mannsins er af þjóðernishyggju.

 

http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/teir-eru-ad-berja-samlanda-sina/

 

 

 


Hvernig læknishjálp vilt þú fá?




Í September árið 2007 fer ungur maður á slysadeildina í Fossvogi á milli klukkan 6 og 7 um morgun eftir að lyftari ók yfir fótlegginn á honum. Eftir að hafa gefið upp þær upplýsingar í mótökunni um að hann væri meiddur á fæti þá var hann beðinn um að gefa upp kennitölu sína. Eins og öðru fólki er honum svo boðið að fá sér sæti þar til hann yrði kallaður upp. Eftir stutta bið er honum vísað inn í herbergi af konu sem var með grímu og hanska. Honum er sagt að opna ekki hurðina og skipað að bíða þarna þar til læknir kemur að skoða hann. Hjúkrunarkonan slekkur svo ljósið og lokar hurðinni.

Eftir einhverja bið inni í herberginu þurfti hann að komast á klósettið og opnar hurðina til þess að komast út en þegar hann er kominn fram á gang þá kemur hjúkrunarkonan aðvífandi og segir honum, með hræðslu í rödd sinni, að hann hafi ekki mátt fara út úr þessu herbergi. Ungi maðurinn tjáir henni að hann þurfi nauðsynlega að komast á salernið því engin sé aðstaðan inni í herberginu. Hún samþykkir þá að fylgja honum á salerni sem var á ganginum og bíður eftir honum á meðan. Eftir salernisferðina fylgir hún honum aftur inn í þetta sérstaka herbergi sem virkaði eins og eitthvað undarlegt. Hún segir honum að bíða þar uns læknir kemur og lokar hurðinni. Eftir einhverja stund kemur læknir inn með grímu og hanska og með honum eru tvær hjúkrunarkonur, einnig með grímu og hanska.

Þegar byrjað var að athuga hann þá er byrjað að spyrja hann fullt af spurningum eins og t.d. hvort að hann væri frískur og hvort hann hefði einhverja sjúkdóma. Hann svaraði því að hann væri frískur og allt væri í lagi með hann. Á þessum tímapunkti var honum byrjað að líða eins og eitthvað mikið væri að hjá honum og skyldi ekkert í þessari undarlegu framkomu í sinn garð. Í nokkra mánuði á eftir þá velti hann því fyrir sér hvort að þetta væri eðlileg framkoma spítala að fólki af öðru þjóðerni en Íslensku. Hann ákvað eftir langan tíma að spyrja fólk af sínu þjóðerni hvort þeir hafi þurft að fara inn í eitthvað sér herbergi fyrir innflytjendur þegar þeir þurftu á læknishjálp að halda en enginn af þeim sem hann talaði við höfðu lent í eins tilfelli og hann.


Ungi maðurinn er búinn að vera búsettur hér á landi frá árinu 2003.

Vildir þú fá sömu þjónustu á spítölum erlendis?

Er þetta ekki gróf mismunun að veita manninum öðruvísi þjónustu en Íslendingi?


Næsta síða »

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband