Útlendingar og fólk af erlendum uppruna

...... 

Ísland er hraðri þróun í átt að auknum fjölbreytileika hvað varðar menningu, kynþætti, þjóðerni, tungumál og fleira. Í raun má segja að það sé liðin tíð að segja að á Íslandi búi einsleit þjóð þar sem að allir tali sama tungumál.

Fjölmargar ástæður liggja að baki auknum fjölbreytileika á Íslandi. Landamæri flestra landa hafa opnast og fólki gert auðveldara að flytjast búferlum á milli landa. Í sumum löndum er unnið markvist að því að gera slíka flutninga auðveldari og er Evrópa dæmi um þá þróun. Önnur ástæða fyrir auknum fjölbreytileka eru stríðsátök og aðrar hörmungar sem hafa leitt til þess að straumur flóttamanna hefur aukist um allan heim. Skortur á vinnuafli er þó ein helsta ástæða búferlaflutninga. Íslendingar giftast einnig útlendingum og fjölskyldur eru að sameinast. Fólksflutningar eru eðlilegur hluti af þessari þróun. Mannlífið verður sífellt fjölbreytilegra og menningin margþætt. Íslendingar flytjast sjálfir búferlum á sama tíma og útlendingar setjast að á Íslandi.

Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu en það er opið samfélag sem hefur yfir að geyma þekkingu og upplýsingar. Nálægðin við aðrar þjóðir er meiri en hún áður var vegna aukinni samskiptatækni og mun betri samgangna. Óhætt er að segja að nýjar aðstæður hafi skapast á Íslandi þar sem að útlendingar setja mikinn svip á samfélagið. Á sama tíma hafa ný vandamál skotið upp kollinum í íslensku samfélagi sem virðist vera afleyðing þess þegar ólíkir menningarhópar koma saman.

Samþætting fjölmenningarlegs samfélags

Á síðastliðnum árum hafa viðhorf um það hvernig standa eigi að aðlögun og þátttöku útlendinga í samfélagi þar sem að þeir eru í minnihluta tekið miklum breytingum.

Á áttunda áratugnum var á Norðurlöndunum mikil þörf fyrir vinnuafl. Fólk flykktist þangað frá Suður-Evrópu og Asíu með von um vinnu og betra líf.

Í fyrstu var talið mikilvægt að innflytjendur tileinkuðu sér menningu og samfélag innfæddra. Aðskilnaður barna var jafnvel talinn æskilegur til þess að flýta fyrir því að barnið lærði tungumálið. Markmið þessarar stefnu var að gera útlendinga sem líkasta innfæddum í siðum og venjum þannig að þeir myndu samlagast nýrri menningu og tungu og segðu þar af leiðandi skilið við sína eigin.

Hugmyndafræðin sem er ríkjandi í dag byggir á því sem kallast samþætting. Með því er átt við að reynt er að komast til móts við þarfir útlendinga til að gera þeim kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Áhersla er lögð á að útlendingar missi ekki þau sérkenni sem að þeir búa yfir, missi ekki tengsl við menningu sína og tungumál heldur eiga þessir þættir að fá sín notið í samfélagi sem að einkennist af fjölmenningu. Með því að viðurkenna ólíka menningu og virða hana þá styrkir það samfélagið í heild sinni. Nýjar hugmyndir koma fram, nýir hæfileikar líta dagsins ljós og hægt er að finna nýjar leiðir til að taka á vandamálum sem að upp koma. Leiðin að markmiðum samþættingar byggja að miklu leiti á fræðslu, fyrir Íslendinga og útlendinga. Fræðslan fjallar um það hvernig er að búa í fjölmenningarlegu samfélagi og hvernig megi koma í veg fyrir fordóma og mismunun.

Mikilvægi íslenskukunnáttu

Óhætt er að segja að íslenskukunnátta sé lykill að þátttöku í íslensku samfélagi. Tungumálið er mikilvægasta tækið sem að útlendingar geta nýtt sér til þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Íslenskukunnátta er grundvallarforsenda aðlögunar að íslensku samfélagi. Jafnframt þessu er íslenskukennsla er mjög mikilvæg fyrir börn af erlendum uppruna og ef að henni er ekki sinnt er hætta á því að börn innflytjenda verði utanveltu í samfélaginu og ófær um að uppfylla þær kröfur sem að íslensk menning gerir til ungs fólks.

Í rannsóknum og viðtölum við fólk hefur ítrekað komið fram að mikill meirihluti fólks vill læra íslensku en víða er framboð á námskeiðum mjög takmarkað.

þetta er tekið af Mannréttindaskrifstofu Íslands /Icelandic Humen Rights Centre.

Hérna er Heimasíðan hjá þeim: http://www.humanrights.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð og þörf grein, sem kannski einfaldar málið svolítið, en snertir mikilvæga fleti. Hér er annars gamalt blogg frá mér svona til gamans.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2008 kl. 07:04

2 identicon

Af hverju að halda upp á þetta lingó sem enginn virðist geta talað né skrifað rétt? Þetta er úrelt, frumstætt "tungumál" sem er afskaplega órökrétt og erfitt að læra hafi maður ekki alist upp í því málumhverfi. Það er verið að gera fólki sem kemur frá öðrum heimshlutum sérlega erfitt fyrir að laga sig að samfélaginu á þessu skeri og einnig gera þá sem hér fæðast og alast upp við málið að annars flokks borgurum í heimsþorpinu. Reyndar heldur Capt. Nemo að þetta komi af sjálfu sér, en á allt of löngum tíma. Nú vantar einhvern með kjark til þess að veita því forystu að gera ensku að opinberu máli og þótt fyrr hefði verið.

Capt. Nemo (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband