Listahátið til að vekja fólk til umhugsunar

SVP.

SVP plakötin sem valdið hafa miklum usla undanfarið er listahátíðarverkefni sem er hluti af Listahátíðinni Ferðalag á Austurlandi  og er á vegum svissneska listamannsins Christoph Büchel. Þetta staðfestir Þórunn Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Skaftafells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi.

Er Büchel með sýningu í gangi fyrir austan þar sem hann meðal annars hefur smalað svörtum sauðum innan girðingar í Austdal á Seyðisfirði og flaggar þar tveimur svissneskum fánum. Segir Þórunn að listamaðurinn, sem ku vera nokkuð virtur í sínu fagi, hafi viljað vekja fólk til umhugsunar um málefnið.

Guðrún Kristjánsdóttir, kynningafulltrúi Listahátíðar Reykjavíkur segst ekki vita hvað hann sé að gera með gjörninginn í Reykjavík, en að þau skipti sér ekki að því. „Sýning hans er á Seyðisfirði eins og hún kemur á Listahátíð.“

Veggspjöldin hafa vakið mikinn usla og titring meðal almennings og hafa þau verið tengd við kynþáttahatur gagnvart innflytjendum. Nú kemur í ljós að það var markmið listamannsins að vekja fólk til umhugsunar.

Heimild: Dv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband