Staðan góð en andúð eykst

 

Einar Skúlason  Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir að þar á bæ hafi mönnum borist tilkynning vegna kynþáttaníðsplakatanna sem hengd voru upp víðsvegar um höfuðborgarssvæðið og á Akureyri um helgina.

Segir hann einn mann frá Brasilíu hafa sett sig í samband við Alþjóðahús og sagðist sá hafa bent lögreglunni á þetta og sjálfur farið í að rífa plakötin niður. Eins og greint hefur verið frá vísa veggspjöldin til svissneska stjórnmálaflokksins SVP, sem tekið hefur harða afstöðu til innflytjenda þar í landi. Og nú virðist stefna flokksins hafa fundið hljómgrunn hér á landi með skipulagðri uppsetningu veggspjalda hans í Reykjavík og á Akureyri.

„Það eru alltaf svona sveiflur í umræðunni sem blossa upp öðru hverju.“ segir Einar, aðspurður hvort hann sé uggandi yfir þessari þróun. „Ég vona bara að fólk beri þroska til að sjá yfir heildina og dæmi ekki út frá umræðu um einstök málefni. Því staðreyndin er sú að vel gengur í málefnum innflytjenda hér á landi í samanburði við önnur lönd, til dæmis Frakkland.“

Andúð eykst með fjölgun innflytjenda

Einar segir að hjá honum finni fólk fyrir aukinni andúð gagnvart innflytjendum eftir því sem þeim fjölgar.
„Enn sem komið er þá er ástandið tiltölulega gott. Menn sem fullyrða um félagsleg vandamál sem fylgja innflytjendum eru yfirleitt að tala í spádómsstíl. Því þetta er ekki vandamál í dag. Menn eru að geta sér til um að eftir tiltekinn tíma þá verði hugsanlega vandamál. En ef menn tala alltaf um að hér verði einhverntíma vandamál þá verða vandamál. Menn geta talað sig út í vandamál líka og málað sig út í horn.“

Litlar sellur rasistasamtaka

Svo virðist sem þjóðernissinnasamtök hafi verið að ryðja sér til rúms á Íslandi undanfarið og er skemmst að minnast Ísland fyrir Íslendinga samtökunum sem birtust á forsíðu DV  og Combat 18, samtök herrskárra kynþáttahatara sem opnuðu heimasíðu á dögunum  þar sem tilkynnt var að þau hefðu hafið starfsemi sína hér á landi. Ómögulegt er að segja til hvort veggspjöldin tengist starfsemi þeirra samtaka en ljóst er að slík samtök eru að minna á sig hér á landi.

Einar segir að um sé að ræða litla starfsemi. „Mín tilfinning er sú að hér sé um að ræða tiltölulega litlar sellur, sem eiga erfitt með að koma boðskapnum á framfæri. Á meðan menn vega úr launsátri í skjóli nafnleyndar þá er erfitt að koma af stað umræðu.“

Einar segir jafnframt að áhugavert sé að þeir sem sífellt heimta opnari umræðu um málefni innflytjenda séu oftast þeir sem kveinki sér mest þegar til umræðu um málefnið kemur. „Slíkt sér maður ekki í mörgum öðrum málaflokkum.“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

Heimildir:http://www.dv.is/frettir/lesa/8938


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff ég er sammála þér.  Veit ekki hvort andúð hafi aukist en þeir fáu sem hafa andúð hafa ansi hátt og það versta er að engin stopar þá eða þeir skammast sín ekkert fyrir þetta.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag Anti-Rasista

Höfundur

Félag Anti-Rasista
Félag Anti-Rasista
Tilgangur félagsins er að berjast á móti rasisma á öllum sviðum.

Spurt er

Hafa Fordómar aukist?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Paul Ramses
  • Paul Ramses
  • ......
  • SVP.
  • Einar Skúlason

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband